|
|
|
|
|
UMSAGNIR
„Haustið 2008 leituðum við til Congress Reykjavík vegna undirbúnings og skipulags norrænnar vísindaráðstefnu um öldrunarmál sem halda átti vorið 2010 (20 NKG). Þetta var óvanalega erfiður tími til að skipuleggja stóra ráðstefnu vegna ástandsins í efnahagsmálum. Fljótlega varð ljóst að skipta þurfti um ráðstefnustað því tónlistarhúsið yrði ekki tilbúið. Þegar nær dró og erlendir, tilvonandi ráðstefnugestir voru að skipuleggja för sína hingað skall á öskuský í háloftum Evrópu með sínum vel þekktu afleiðingum á ferðir og ráðstefnuhald.
Í gegnum þessar þrengingar nutum við leiðsagnar starfsfólks Congress og var hvergi hvikað frá settu marki.
Ráðstefnan var haldin í á Hilton Nordica með þátttöku 525 ráðstefnugesta. Haldin voru tæplega 200 erindi og sýnd liðlega 100 spjöld á spjaldasýningu auk þess sem ýmsir aukafundir voru skipulagðir af Congress. Á fundi að lokinni ráðstefnu var tekið út hvernig til hefði tekist og þar lauk gagnrýnin sveit norrænna vísindamanna lofsorði á allt skipulag.
Þjónusta Congress einkennist af mikilli fagmennsku, áreiðanleika og nauðsynlegum sveigjanleika. Starfsfólkið hefur einnig mikla færni til að takast á við óvænt atriði stór og smá og á það reyndi óvanalega mikið í þetta skipti.
Það er því auðvelt að gefa Congress okkar bestu meðmæli.“
Jón Snædal,
forseti 20 NKG og Nordisk Gerontologisk Forening
|
 |
|
> > Sjá allar
|
|